Hugsýn

Gildin okkar eru virðing og traust

Hugsýn er ráðgjafarfyrirtæki sem einsetur sér að styrkja stjórnendur og starfsfólk skipulagsheilda við að nýta tækifæri og takast á við áskoranir á eigin forsendum. Okkar markmið er að yfirfæra varanlega þekkingu og færni til viðskiptavina, sem stuðlar að varanlegum árangri til framtíðar. Með þjónandi ráðgjöf og þjálfun aðstoðum við stjórnendur og starfsfólk við að ná tökum á verkefnum sínum þannig að möguleikarnir nýtist til fulls. Einföld nálgun sem byggir á virkni mannlegra kerfa og hentar öllum aðstæðum.

Við byrjum á að greina stöðu viðskiptavina okkar og veita ráðgjöf um næstu eðlilegu skref, þannig að þeir geti tekist á við það sem framundan er. Með sameiginlegri sýn og skýrri greiningu á innri stöðu skipulagsheildarinnar, hjálpum við viðskiptavinum okkar að breytast til hins betra.

Við gefum föst verð í verkefni og gerum það sem þarf til að ljúka verkefninu á sem farsælastan máta. Ekkert tímagjald.

Bjarni Snæbjörn Jónsson

Stjórnarformaður / Ráðgjafi
bjarni@hugsyn.is
822-3321

Hildur Magnúsdóttir

Ráðgjafi

hildur@hugsyn.is
866-7714

Sigvaldi Egill Lárusson

Ráðgjafi

sigvaldi@hugsyn.is
869-0204

Bjarne
Kastberg

Ráðgjafi

bk@hugsyn.is
+45 40353575

Dr. Bjarni Snæbjörn Jónsson

Stjórnarformaður / Ráðgjafi
bjarni@hugsyn.is / 822-3321

Bjarni Snæbjörn hefur sérhæft sig í mótun og framkvæmd stefnu og hefur ráðgjöf á því sviði verið hans aðalstarf frá árinu 1996. Bjarni Snæbjörn er einn þekktasti og reyndasti stefnumótunarráðgjafi landsins, hefur mikla reynslu af hverskyns stjórnendaráðgjöf og að aðstoða skipulagsheildir við skipulagsbreytingar, mat á heilbrigði skipulagsheilda og framkvæmd stefnu. Bjarni Snæbjörn lauk árið 2014 doktorsprófi í stjórnun þar sem meginviðfangsefnið var þróun og umbreyting fyrirtækja og samfélaga.

Hildur Magnúsdóttir

Ráðgjafi
hildur@hugsyn.is / 866-7714

Hildur er eigandi og ráðgjafi Hugsýnar. Hún hefur frá árinu 2021 unnið við ráðgjöf á sviði stefnumótunar og innleiðingar stefnu og aðstoðað fyrirtæki við að koma á stefnumiðaðri menningu og stjórnendaábyrgð. Hildur er með M.Sc gráðu í stjórnun og stefnumótun og hóf árið 2020 PhD nám þar sem megin viðfangsefnið eru Tilnefningarnefndir. 

Sigvaldi Egill Lárusson

Ráðgjafi
sigvaldi@hugsyn.is / 869-0204

Sigvaldi er eigandi og ráðgjafi Hugsýnar. Sigvaldi hefur víðtæka reynslu af fjármálastjórnun fyrirtækja og stofnana ásamt því að hafa á undanförnum árum starfað við ráðgjöf á sviði stefnumótunar, innleiðingar stefnu og breytingastjórnunar. Sigvaldi er með meistaragráðu í reikningsskilum og endurskoðun. 

Bjarne Kastberg

Ráðgjafi
bk@hugsyn.is

Bjarne Kastberg er danskur rithöfundur, ráðgjafi og leiðtogamarkþjálfi með yfir 30 ára reynslu. Hann hefur á sínum ferli lagt áherslu á mikilvægi samstillingu skipulagsheilda, þróun þeirra og að gera þeim kleift að ná árangri til framtíðar með farsælli innleiðingu stefnu. Hann hefur á sínum ferli starfað sem leiðtogi hjá opinberum skipulagsheildum, menntamálum og alþjóðlegu sjónvarpi. Bjarne hefur skrifað bækur um þróun skipulagsheilda og persónulega þróun, þar á meðal “Dare to kiss the frog”, sem fjallar um gildismiðaða forystu, “The leader as a coach” og “Inner game of Effective team”.