Hvernig metum við “heilbrigði” skipulagsheildarinnar út frá því sjónarmiði að allar skipulagsheildir eru lífrænt kerfi, sem eiga við sín vandamál að glíma allt eftir því hvar á æviskeiðinu þau eru? Við skoðum stöðuna með heildrænum hætti.
Hver eru eðlilegu vandamálin sem leysast af sjálfu sér og hver eru óeðlileg vandamál sem þarfnast meðhöndlunar? Við lærum að þekkja eðli þeirra innri áskorana sem við er að glíma.
Hversu heilbrigð er skipulagsheildin og hversu vel er hún í stakk búin til að ná þeim árangri sem við keppum að. Hvernig er innra orsakasamhengi háttað og hvernig getum við með skjótvirkustum hætti komið starfseminni í nauðsynlegt form fyrir áskoranir framtíðar.