Samhugur stjórnenda

Að leiða breytingar með sameiginlegu markmiði

Að styðja stjórnendateymi við að skapa samstöðu, skilja flækjustig og umbreyta áskorunum í mælanlegar umbætur

Árangur Samhugs stjórnenda

Samkvæmt reynslu hjá nokkur hundruð fyrirtækjum síðustu 20 ár má gera ráð fyrir eftirfarandi árangri á fyrsta ári:

40% mála hafa verið leyst

Næstu 40% mála hafa lagast og lausn komin á veg

20% mála óleyst

Markmið og afurð Samhugs

Að skapa traust umhverfi samvinnu og lærdóms

Að koma af stað breytingarferli, með því að þátttakendur sjái sameiginlega þörf fyrir breytingar

Setja fram áætlun um aðgerðir sem er studd af stjórnendateyminu

Að kenna hvernig fara á að því að greina, meta og ræða vandamál og setja þau í forgangsröð með samvirkum hætti án þess að leita eftir sökudólgum.

Ákvarða hvort þau vandamál sem liggja fyrir séu eðlileg eða óeðlileg með vísan til kenningarinnar um æviskeið fyrirtækja.

Að stuðla að auknum skilningi teymisins á því hvernig allir þættir starfseminnar tengjast saman og eru hver öðrum háðir

Í Samhug er lögð áhersla á eftirfarandi lykilþætti í framkvæmd

Hvers vegna Samhugur stjórnenda?

Orð eru til alls fyrst, og þau þurfa að leiða til sameiginlegs vilja þeirra sem þurfa að leiða þróun og breytingar. Mikilvægt að hafa hugfast að allir vilja þróun, en enginn vill breytingar. Við erum föst í vananum og viljum helst halda í það sem við höfum.

Þess vegna er óánægja með ríkjandi ástand, sem skapar knýjandi þörf fyrir breytingar, nauðsynlegt skilyrði fyrir hverju breytingaferli sem skila á árangri. Samhugur stjórnenda er heiti á vinnustofu , sem gengur út á sameiginlega sýn og samhæfða greiningu starfseminnar sem viðkomandi stjórnendateymi ber ábyrgð á.

Teymið lærir að sjá allar hliðar starfseminnar og innbyrðis tengsl einstakra þátta undir stjórn utanaðkomandi umræðustjóra. Þetta er gert til þess að skapa öruggt umhverfi fyrir þátttakendur, fá fram hreinskiptna umræðu og móta skilning á því að hvert fyrirtæki er mannlegt og lífrænt kerfi þar sem allir hlutir eru innbyrðis háðir meira eða minna. Teymið ræðir innri árangurstækifæri og flokkar þau sameiginlega til þess að meta stöðu fyrirtækisins, orsakasamhengi og ákvarða og forgangsraða viðfangsefnum þar sem koma má við úrbótum bæði með tilliti til innviða, ferla og árangurs.

Hafa samband

Bjarni Snæbjörn Jonsson

Ráðgjafi

Maríanna Magnúsdóttir

Ráðgjafi

Sigvaldi Egill Lárusson

Ráðgjafi

Tímalengd Samhugs stjórnenda

Samhugur tekur tvo daga (heila eða hálfa) sem verða að vera samfelldir.

Copyright© 2025 HUGSYN, All rights reserved.