Hugsýn

Skipulagsheildir verða að fara frá því að útvista stjórnun breytinga og jafnvel ákvörðun um þær, yfir í að styrkja sig til að knýja þær fram án utanaðkomandi aðstoðar.

Breytingar gerast sífellt hraðar með tilheyrandi óvissu sem felur í sér vaxandi áskoranir fyrir stjórnendur og starfsmenn skipulagsheilda.  Algengt er að leitað sé til utanaðkomandi ráðgjafa til aðstoðar þegar laga þarf starfsemina að breytingum. Oft verður árangurinn af því ekki sá sem lagt var upp með í upphafi. Þar kemur ýmislegt til, en út frá rannsóknum og reynslu eru nokkrar algengar og fyrirsjáanlegar ástæður áberandi. 

Í fyrsta lagi er lagt upp í vegferð breytinga þar sem eignarhald á markmiðum og tilheyrandi aðgerðum er ekki skýrt.

Önnur algeng ástæða er sú, að ráðgjafafyrirtæki beita oft stöðluðum lausnum sem henta ekki öllum.

Í þriðja lagi vantar oft almenna þátttöku og skuldbindingu starfsmanna í breytingum þannig að ferlið fjarar út með því að ráðgjafinn fjarlægist með tímanum.


Við hjá Hugsýn trúum því að raunverulegar breytingar og árangur felist í því að styrkja skipulagsheildir innan frá þannig að hlutverk ráðgjafa sé að hjálpa þeim að hjálpa sér sjálfar. Nálgun okkar beinist að því byggja upp innri getu til að skipulagsheildir geti tekið hratt og örugglega á því sem kemur upp og starfað farsællega í síbreytilegu umhverfi. Til þess að ná þessu fram leggjum við áherslu á eftirfarandi

Þjónandi ráðgjöf:  Við vinnum með stjórnendum en ekki fyrir þá með það að markmiði að stjórnendateymið og starfsmenn almennt séu með í hverju skrefi breytingarferlisins eftir því sem það snertir hvern og einn. Þetta eflir eignarhald og ábyrgð stjórnenda og starfsmanna gagnvart markmiðum skipulagsheildarinnar.
Sérsniðnar lausnir: Við erum meðvituð um að skipulagsheildir eru í raun lífræn kerfi og sérstakar hver um sig. Því sérsníðum við aðferðir okkar að innri aðstæðum, þörfum og menningu í hverju tilfelli.
Yfirfærsla þekkingar: Við leggjum áherslu á að flytja þekkingu og færni til viðskiptavina okkar. Þannig yfirfæra og kenna einfalda nálgun studda nauðsynlegum tækjum og tólum sem þarf til að stjórna og framkvæma stöðuga aðlögun að síbreytilegu umhverfi. Okkar markmið er því að gera okkur óþörf.
Skjótan mælanlegan árangur: Við leggjum áherslu á mælanlegan árangur og nýtum bæði ytri sérfræðiþekkingu og innsæi starfsmanna til þess að flýta breytingarferlinu án þess að fórna gæðum eða væntingum um árangur.

Að byggja upp innri getu hjá skipulagsheildum til breytinga er fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka. Skipulagsheildir sem þróa með sér þessa færni eru betur í stakk búnar til að aðlagast hratt og hvetja til nýrra lausna og nýsköpunar. Með því að fjárfesta í fólkinu, efla menningu stöðugra umbóta og nýta á beittan hátt ytri sérfræðiþekkingu, getur helsti ávinningur skipulagsheildar orðið hraðari viðbrögð við breytingum og tækifærum sem myndast. Minni kostnaður í utanaðkomandi ráðgjöf til lengri tíma litið. Aukin þátttaka starfsmanna og lægri starfsmannavelta. Sjálfbær velgengni skipulagsheildarinnar þar sem hún þarf ekki að reiða sig á utanaðkomandi ráðgjöf. 

Þessi uppbygging á getu til skjótra en skipulagðra og samstillra viðbragða við breytingum kemur hins vegar ekki af sjálfu sér.  Hún krefst lærdóms og þjálfunar sem í upphafi útheimtir átak og seiglu.  Með því að halda út skilar slíkur lærdómur og þjálfun sér í menningu sem felur í sér einskonar ómeðvitaða færni á þessu sviði sem gerir það að verkum að skipulagsheildin er bæði framsýn og snör í snúningum án þess að þurfa að hafa mikið fyrir.

Facebook
Twitter
Email
Print

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *