Ytri greining – mikilvægustu áhrifaþættir og þróun þeirra
Hverjir eru mikilvægustu áhrifaþættir í framtíð skipulagsheildarinnar? Við greinum þætti sem hafa fyrirsjáanlega mikil áhrif m.a. út frá stjórnmálum, lögum og reglum, tækni, samfélagi, hagrænum þáttum og samkeppni.
Hver er líkleg þróun þeirra? Við metum fyrst og fremst þá þróun sem við teljum miklar líkur til að verði; lesum í merkin og drögum ályktanir út frá þeim.
Hvaða áhrif hefur líkleg þróun mikilvægustu áhrifaþátta á markmið, forgang og ákvarðanir sem eru nauðsynlegar? Við ræðum áhrifin út frá sameiginlegri niðurstöðu um innri áskoranir og vegum og metum mikilvægi út frá samspili innri og ytri áskorana.